Kvartmílukvöld: MBKÍ 9. júlí 2010

#1
Mercedes-Benz klúbbur Íslands (MBKÍ) verður með Kvartmílukvöld föstudaginn 9. júlí.

[img]http://3.bp.blogspot.com/_FoXyvaPSnVk/S ... star-0.jpg[/img]

Kvartmílukvöldið hefst kl. 20:00 og mun standa til kl. 23:00 (eða lengur ef vel virðrar 8) ).

Brautin verður eingöngu opin fyrir Mercedes Benz bifreiðar og ganga félagsmenn í MBKÍ fyrir.
Þetta kvöld er í boði MBKÍ og því greiða félagsmenn, sem og velunnarar klúbbsins á spjallinu eða Facebook, engin gjöld :Driverauto:
Hér er því frábært tækifæri fyrir eigendur Mercedes-Benz bifreiða til þess að koma og prófa bílana sína á keppnisbraut :D

Á eftirfarandi slóð má finna upplýsingu um staðsetningu brautarinnar:
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Brautin" onclick="window.open(this.href);return false;

Kvartmílukvöldið er haldið í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn.
Það er skilyrði að þeir sem keyra brautina verða að vera með hjálm!
Kvartmíluklúbburinn setur ekki skilyrði af sinni hálfu varðandi tryggingarviðauka en MBKÍ mælir með því við félagsmenn, og aðra sem áhuga hafa að taka þátt, að þeir athugi það hjá sínum tryggingarfélögum hvort viðauka sé krafist.

Nánari upplýsingar verða póstaðar hér í þessum þræði þegar nær dregur sem og á Facebook síðu klúbbsins.

Nánari upplýsingar um Kvartmíluklúbbinn er að finna á :
http://www.kvartmila.is" onclick="window.open(this.href);return false;
[img]http://profile.ak.fbcdn.net/object3/154 ... 6_9919.jpg[/img]
Seinast breytt af Stjórn MBKÍ þann 02 Júl 2010, 09:13, breytt 1 sinni alls.


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is

Re: Kvartmílukvöld MBKÍ 9. júlí 2010

#10
valdi skrifaði:
Rafynjan skrifaði:Mæti pottþétt.. Vona brautin verði þurr !!!
mér langar dálítið að prófa að taka run við 500e :twisted:
Why not !!! Ef það er í boði.
Heyrði eitthvað að það ætti að raða bílum upp eftir aldri þeirra !
Björk Jónsdóttir
05.11.´92 W124 - Mercedes Benz E 500
cron