Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið

#1
Umræður í framhaldi af fréttatilkynningu sem birtist á stjarna.is (og fleiri vefum) í dag:
http://www.stjarna.is/en/component/cont ... klubbarfib" onclick="window.open(this.href);return false;
og á vefsíðu FÍB
http://www.fib.is/?FID=3142" onclick="window.open(this.href);return false;

[img]http://www.stjarna.is/images/stories/Be ... _Small.jpg[/img]

FÍB og fulltrúar frá bílaklúbbunum BMWkrafti, Blýfæti, Íslandrover, Krúser, Live2cruize og MBKÍ komu nýlega saman til fundar til að ræða þróun orkuverðs. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt.
• Félögin skora á ríkið að lækka álögur sínar á eldsneyti.
• Venjuleg launafjölskylda þarf 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur til að mæta auknum eldsneytiskostnaði miðað við óbreytta notkun.
• Neikvæðustu áhrifin eru á atvinnulífið á landsbyggðinni.


Þessi þráður er hugsaður sem umræðuþráður vegna þessarar tilkynningar.

Hafa ber í huga reglur spjallþráðar MBKÍ við innlegg hér.


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is

Re: Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið

#2
Það þarf að vekja fólk til umhugsunar hvað hækkað eldsneytisverð er í raun að gera fyrir þjóðfélagið.
Ég á ekki bara við bifreiðaeigendur því að þetta hefur einnig áhrif á allar samgöngur (strætó, leigubíla, skip, flug), hækkun á vöru verði vegna hærri flutningskostnaðar – svo að það gleymist nú alls ekki, að eldsneytisverð er hluti af vísitölu neysluverðs og hefur því áhrif á verðtryggingu lána. Þeir sem eru með verðtryggð lán verða því fyrir hækkun á sínum lánum þökk sé hærra eldsneytisverði og hærri skattaálagningu ríkisins.

Það er vert að hafa ofangreind atriði í huga þegar þeir sem virðast vera sáttir við hækkað eldsneytisverð fara að gagnrýna framtakið að þá er hægt að benda þeim á hvaða áhrif þessar hækkanir hafa á þá líka.
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313

Re: Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið

#4
Það er satt að bensínið er dýrt. Ég held hinsvegar að það eigi bara eftir að hækka, spurningin er ekki hvort það fari fljotlega i 300 kall heldur aðeins hvort það verði fyrir eða eftir áramót! -Ræðst af því hvort Obama skellir sér í léttpoppaða kostningastyrjöld í Persiu.
Ég held að stóru vélarnar í framtiðinni verði 4 sílendra! -vísitölutíkurnar verða 2 til 3 cílindra!
Hverjum hefði dottið það til hugar fyrir nokkrum árum að S Benz væri framleiddur með 2.2 litra dísilrokk! -og seldist vel!

Þeir sem eiga 6 og 8 strokka benza ættu þvi að standa þá rækilega á meðan eldsneytið kostar ekki nema 250 kall því innan tíðar á okkur eftir að þykja þetta spottprís!

Var að skoða metan búnað sem Vélamiðstöðin er farin að setja á óbreyttar dísilvélar.
Þeir einfaldlega sprauta gasinu i soggrein, magnið ræðst af stöðu inngjafar Díselinnsprautunin kveikir svo i blöndunni en allar túrbóvelar (oliuverk og common rail) draga sjálfvirkt úr innsprautun þegar bústþrýstingur er kominn í hámark. Gasið bætist þvi ekki við hamarkseldsneytisinngjöf og afgashiti er á réttu róli. Gengur víst vandræðalaust upp að 40/60 gas/dísel hlutfalli.

Að komast lengra á lítranum...
Ég kenni annað slagið vistakstur í glerfínum ökuhermum. Það er stórskemmtilegt að standa yfir hóp nemanda og skipa þeim harðri hendi að standa gjöfina i botni til að spara eldsneytið! Spyrnuakstur 0-90 er eitt af uppáhalds verkefnunum, -það er svo ljómandi skemmtilegt að heyra bensíngjafirnar smella i gólfið í botngjöf eftir hverja girskiptingu!
Mín reynsla er sú að flestir eru að rembast við að "aka varlega" og hafa ekki áttað sig á að nútímavelin er hagkvæmust á mikilli gjöf og litlum snúning. Hitt atriðið sem skiptir miklu er að spila markvisst a "fuel cut off" og þekkja við hvaða snuning vélin fær aftur skammtinn sinn.
Sparakstur gengur nefnilega ekki út á það að fá sér hatt og keyra eins og afi gamli, -það þarf einfaldlega að átta sig a því að nútímavélum er beitt öðruvísi en forsögulegum blöndungsmótórum. Handskiptimöguleiki a nútíma sjalfskiptingum er tam.fyrst og fremst ætlaður til þess að geta nýtt fulla gjöf a lágum snuning án þess að druslurnar skipti niður, -Þetta er einnig mjög mikilvægt til að koma bílum fallega í gegnum eyðsluprófanir. Val kaupenda og skattlagning yfirvalda ræðst mikið af þeim niðurstöðum.

Re: Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið

#5
Rétt er þá kanski að benda á það að hugmyndir samgönguráðherra hafa verið á þá leið síðustu ár að setja upp tollahlið á þjóðvegum landsins til að fá enn fleiri krónur í kassann og gera ferðalög innanlands nær ógeranleg.

Einnig gaman að ræða bifreiðagjöld og önnur opinber gjöld sem maður borgar af bifreiðum (sbr. "umferðaröryggisgjald) sem maður borgar við hverja lögbundna skoðun af bílnum sínum á hverju ári. Umferðaröryggisgjald er nær hægt að borga margoft af sama bílnum á hverju ári. Ekki nóg með að það sé rukkað á skoðunarstöðvum heldur er það einnig hluti af eigendaskiptum.

Kolefnisgjald er einn kapítuli útaf fyrir sig. Ég geri ráð fyrir því að útblástursgjöld séu hvergi hærri en hér á landi og í Kaliforníu. Allur bílafloti Íslendinga mengar eflaust álíka mikið á ári og ein breiðgata í New York gerir á viku, en engu að síður þurfum við að bjarga heiminum með fyrrnefndum gjöldum, sem koma víst skýr fram sem "Ekki skráð" á flestum bílum.

Klöppum fyrir ríkinu... :tumbsdown2:
Andri Hrafn
---Mercedes Benz E220 W124 1995
Subaru Forrester 2005,
Yamaha WR 450 F 2004
cron